Miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason tók ekki þátt í leik Valencia og Olympiacos í Euroleague í kvöld. Var hann þó í leikmannahóp liðsins, en var annar tveggja leikmanna sem komu ekki inná í leiknum. Valencia tapaði leiknum með 10 stigum, 80-70.

 

Fyrir hendi er ferðalag fyrir Tryggva frá Grikklandi (þar sem leikurinn fór fram) til Íslands, en eins og margoft hefur komið fram verður hann kominn til landsins rétt fyrir leik Íslands og Finnlands annað kvöld.

 

Hérna er 12 manna hópur Íslands á morgun