Þórir Guðmundur Þorbjarnarson er leikmaður Nebraska Huskers í Big10 riðlinum í bandaríska háskólaboltanum. Það vantar ekki sleggjurnar af skólum sem eru með Nebraska í Big10 en í gærkvöldi hafði Nebraska 66-57 sigur á Indiana háskólanum. Þórir kom ekki við sögu í leiknum í gær en sýndi þó Bandaríkjamönnum í upphitun hvernig eigi að setja einn langdrægan!

 

 

Þórir er nýliði hjá Nebraska og því er þolinmæði dyggð um þessar mundir. Liðinu gengur vel í Big10 og er í 4. sæti riðilsins fyrir neðan Purdue, Ohio State og Michigan State. Þórir hefur komið við sögu í sex leikjum þetta árið með 2,7 mínútur að meðaltali í leik og 1,3 stig. Þetta er eins og gefur að skilja ekki mikill tími til að athafna sig en hver veit nema viðlíka sirkuskörfur eins og hér að ofan komi honum fyrr inn á parketið… 

Mynd/ http://www.huskers.com – Þórir í leik með Nebraska Huskers.