Framherji Keflavíkur, Þröstur Leó Jóhannsson, verður samkvæmt heimildum frá keppni næstu 8 vikurnar. Fór hann í aðgerð í gær þar sem skorið var af hælbeini hans, sem farið var að þrýsta á hásinina.

 

Í 13 leikjum með Keflavík í vetur hefur Þröstur skilað 6 stigum, 3 fráköstum og stoðsendingu á 18 mínútum spiluðum að meðaltali.

 

Keflavík mætir Þór í kvöld í Þorlákshöfn í 16. umferð Dominos deildar karla.