Það er fimmtudagur og þá er körfubolti! Þrír leikir á boðstólunum í Domino´s-deild karla og tveir í 1. deild karla. Allir þessir fimm leikir hefjast kl. 19:15 í kvöld. Á Stöð 2 Sport verður viðureign toppliðs ÍR og Stjörnunnar í beinni útsendingu frá Hertz-Hellinum í Breiðholti.

Þór Akureyri fær Íslandsmeistara KR í heimsókn og Grindavík tekur á móti Hetti í Mustad-Höllinni í Grindavík. Í 1. deild karla mætast Breiðablik og Vestri í Smáranum en þar er von á miklum slag og í Fjósinu mætast Skallagrímur og Fjölnir.

Einn leikur er svo í stúlknaflokki þegar Njarðvík tekur á móti Haukum kl. 20:00 í Ljónagryfjunni í Njarðvík.