Í kvöld fara fram þrír leikir í 1. deild karla og hefjast tveir þeirra kl. 19:15 en viðureign FSu og Gnúpverja hefst kl. 20:00 í Iðu á Selfossi.

Hamar og Breiðablik mætast í Frystikistunni í Hveragerði kl. 19:15 en Hamar er í 4. sæti deildarinnar með 26 stig og Blikar í 2. sæti með 30 stig svo von er á miklum slag í Blómabænum í kvöld.

Þá eigast við Fjölnir og Vestri í Grafarvogi kl. 19:15 og ljóst að annað hvort liðið mun í kvöld ljúka tapgöngu sinni því Vestramenn hafa tapað síðustu tveimur leikjum í deild og Fjölnir tapað þremur í röð.

FSu og Gnúpverjar mætast kl. 20:00 í Iðu en 8 stig eru eftir í pottinum fyrir FSu og 10 fyrir Gnúpverja. Þrátt fyrir að FSu myndi vinna allt sem eftir er þá eiga þeir ekki möguleika á úrslitakeppninni þetta árið en Gnúpverjar eiga enn tölulega möguleika en þá dugir þeim ekkert annað en sigrar í öllum leikjum hér eftir.

Staðan í 1. deild karla

Deildarkeppni
Nr. Lið L U T S Stig/Fen +/- Stg í L/Fen m Heima s/t Úti s/t Stig heima s/f Stig úti s/f Síðustu 5 Síð 10 Form liðs Heima í röð Úti í röð JL
1. Skallagrímur 20 17 3 34 2017/1791 226 100.9/89.6 9/1 8/2 100.2/87.7 101.5/91.4 4/1 8/2 +4 +5 +2 3/0
2. Breiðablik 20 15 5 30 1861/1660 201 93.1/83.0 10/1 5/4 95.4/79.6 90.2/87.1 4/1 8/2 +2 +1 +1 3/2
3. Vestri 20 14 6 28 1812/1743 69 90.6/87.2 10/1 4/5 90.6/80.3 90.6/95.6 3/2 7/3 -2 -1 -1 4/1
4. Hamar 19 13 6 26 1794/1681 113 94.4/88.5 7/2 6/4 94.6/90.9 94.3/86.3 3/2 7/3 -2 -1 -1 5/1
5. Snæfell 20 11 9 22 1920/1866 54 96.0/93.3 7/3 4/6 102.0/94.0 90.0/92.6 2/3 4/6 +2 +1 +1 4/5
6. Fjölnir 20 8 12 16 1722/1723 -1 86.1/86.2 5/5 3/7 92.0/86.5 80.2/85.8 1/4 3/7 -3 -1 -3 3/6
7. Gnúpverjar 19 7 12 14 1672/1750 -78 88.0/92.1 3/6 4/6 89.0/92.7 87.1/91.6 3/2 5/5 +2 +1 +1 2/2
8. FSu 20 4 16 8 1735/1826 -91 86.8/91.3 2/8 2/8 87.6/87.6 85.9/95.0 3/2 3/7 +1 +1 +1 1/6
9. ÍA 20 0 20 0 1484/1977 -493 74.2/98.9 0/9 0/11 72.9/97.3 75.3/100.1 0/5 0/10 -20 -9 -11 0/2

 

Mynd/ Bjarni Antonsson – Erlendur Ágúst og Blikar halda í Hveragerði í kvöld þar sem tvö dýrmæt stig eru á ferðinni.