Stjörnuhelgin eða Allstar Weekend er nú yfirstaðin í NBA deildinni. Að þessu sinni mættust Team LeBron og Team Stephen. Lokatölur reyndust 148-145 Team LeBron í vil en Team Stephen átti lokaþrist til að jafna sem vildi ekki niður.

LeBron James var stigahæstur í sínu liði með 29 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar en Damian Lillard og DeMar DeRoszan voru báðir með 21 stig í liði Team Stephen.

Ef þið eruð enn að velta fyrir ykkur Team LeBron og Team Stephen þá ákvað NBA deildin að gera breytingu á gamla forminu sem var austur gegn vestur. Þeir leikmenn sem hlutu flest atkvæði inn í Stjörnuleikinn þetta árið (LeBron James og Stephen Curry) fengu úthlutað sitthvoru liðinu með sínu nafni. LeBron James hafði þetta að segja um nýja fyrirkomulagið:

„Þetta gekk vel fyrir alla, ekki bara leikmenn heldur fyrir deildina og aðdáendur. Þetta var frábær helgi og við lokuðum henni með réttum hætti,“ sagði James sigurvegari helgarinnar.

Hér að neðan gefur að líta allskonar myndbönd frá helginni, af nægu er að taka