Ísland mætir Tékklandi í undankeppni HM 2019 í dag. Leikurinn er sá fjórði í riðlakeppninni en Ísland vann síðasta leik sinn gegn Finnlandi síðasta föstudagskvöld. 

 

Leikurinn verður einnig síðasti landsleikur Loga Gunnarssonar fyrir Íslands hönd en hann hefur ákveðið að leggja landsliðsskónna á hilluna eftir þennan landsleikjaglugga. 

 

Leikurinn fer fram í Laugardalshöll kl 16:00 í dag. Búist er við hörku stemmningu og vonast eftir fullu húsi til að hjálpa strákunum að sækja sigur og kveðja Loga Gunnarsson. Miðasala er hafin á Tix.is. 

 

Logi Gunnarsson lék sinn fyrsta landsleik árið 2000 og hefur því leikið fyrir Íslands hönd í 18 ár. Hann á að baki 146 landsleiki og hefur skorað yfir 1400 stig í þeim. Logi er fjórði leikjahæsti leikmaður Íslands frá upphafi en Guðmundur Bragason er leikjahæstur með 169 landsleiki.

 

Logi lék sinn fyrsta landsleik gegn Noregi á Norðurlandamótinu árið 2000. Leikið var í Keflavík en þetta mót er mjög eftirminnilegt í minnum körfuboltafólks. Frá þessu sagði hann í viðtali við Karfan.is árið 2016 og rifjaði upp þetta fyrsta landsliðsverkefni sitt. 

 

„Það var rosa spennandi að vera svona ungur og fá að komast í A-landsliðið. Sérstaklega að fá að gera það með svona félögum eins og Jón Arnóri og Jakobi (Sigurðssyni). Þarna spilaði maður með mörgum kempunum sem maður horfði á þegar maður var gutti.“ sagði Logi

 

Ísland tefldi fram tvem liðum þetta árið, A-landsliði og svokölluðu Elítuliði þar sem yngir leikmenn voru valdir. Elítan vann innbyrgðisleik liðanna og hafa landsliðsmenn fengið að heyra af því síðustu árin.

 

„Við þrír sem vorum ungir létum þetta ekki mikið fara í taugarnar á sér þar sem við vorum valdir á undan hinum í A-landsliðið. Þetta fór meira í eldri leikmennina við sem yngri vorum létum þetta ekki fara mikið í okkur.“

 

Nú átján árum seinna á Logi að baki farsælan atvinnumannaferil þar sem hann hefur leikið í Frakklandi, Finnlandi, Spáni, Þýskalandi og Svíþjóð. Leikið 146 landsleiki, tekið þátt í tveimur stórmótinum og verið framarlega í brúnni í þessum framförum Íslensk körfubolta. 

 

Allir sem leikið hafa með eða á móti Loga bera honum vel söguna og ljóst að um sögulegt augnablik er að ræða í dag. Logi Gunn á það því skilið að fá góða kveðjustund í Höllinni í dag fyrir fullu húsi. 

 

Myllumerki dagsins er því #TakkLogi. Því Logi á allar þakkir skilið fyrir framlag sitt til hinnar fögru íþróttar í gegnum árið. 

 

#TakkLogi