Ísland tapaði stórt gegn Svartfjallalandi í undankeppni Eurobasket 2019. Eftir mjög fínan fyrri hálfleik fór allt á hina hliðina hjá Íslandi í seinni hálfleik. Liðið tapaði að lokum 69-37.

 

Gangur leiksins:

 

Byrjunarlið Íslands: Helena, Berglind, Þóra, Hildur og Sandra

 

Leikurinn fór ákaflega rólega af stað að beggja hálfu en staðan eftir fimm mínútna leik var 3-4 fyrir Íslandi. Íslenska liðið gerði vel að stjórna hraðanum en gekk illa að klára sóknir með körfu í byrjun leiks. Lítið gekk hjá Svartfjallalandi en á sama tíma tókst Íslandi ekki að refsa heimakonum fyrir það og koma sér í góða forystu. Elín Sóley og Helena lokuðu fyrsta leikhluta með stithvorri þriggja stiga körfunni og staðan eftir leikhlutann 14-12 fyrir Íslandi. 

 

Vörn Íslands var ekki eins sterk í öðrum leikhluta. Svartfjallaland komst auðveldar í gegnum miðjuna og fóru að setja skotin niður. Helena var að vanda lang atkvæðamest sóknarlega og dreif liðið áfra. Staðan í hálfleik var 35-31. 

 

Segja má að áhorfendur hafi svo fengið Deja vú í seinni hálfleik. Rétt eins og í leiknum gegn Bosníu um síðustu helgi brotnaði leikur Íslands algjörlega saman í seinni hálfleik. Liðið setti þrjú stig í þriðja leikhluta og tapaði leikhlutanum samanlagt með 16 stiga mun. 

 

Trúin og sjáflstraustið molnaði algjörlega niður í ekkert í seinni hálfleik. Íslenska liðið setti í heildina sex stig allan seinni hálfleikinn en þar af var einungis ein karfa úr opnum leik. Lokastaðan 69-37 fyrir Svartfjallalandi en seinni hálfleikurinn endaði 34-6. 

 

Hetjan: 

 

Helena Sverrisdóttir var algjör yfirburðarleikmaður í Íslenska liðinu. Hún endaði með 22 stig en þar af voru 18 í fyrri hálfleik. Hún bætti við 9 fráköstum og þremur stoðsendingum. Því miður fékk hún nánast enga hjálp í þessum leik. Elín Sóley Hrafnkelsdóttir átti fína innkomu, endaði með átta stig og hitti vel. Stigaskor Svartfjallalands drefiðist mun betur á milli leikmanna þeirra og gat liðið dreift mínútunum vel. 

 

Kjarninn:

 

Það þarf að kafa djúpt til að reyna að skýra slíkt hrun á frammistöðu líkt og Íslenska liðið sýndi í seinni hálfleik. Fyrri hálfleikur var mjög flottur hjá Íslenska liðinu, leikmenn börðust eins og ljón, vörnin hélt nokkuð vel og þá sérstaklega í fyrsta leikhluta. Leikmönnum tókst að stjórna hraðanum og voru aggressívar í sókninni. Svo bara ekki sögunni meir eftir að liðið kom úr búningsklefum inní í seinni háflleik.  

 

Ísland setti eina körfu úr opnum leik í öllum seinni hálfleik og bætti fjórum vítum við það. Samanlagt sex stig allan seinni hálfleikinn. Það er í raun alveg sama hversu sterkur andstæðingurinn er, sex stig í einum háflleik er óásættanlegt. Alltof margir áhorfendur voru í liðinu í dag og ákall Önnu Maríu Sveinsdóttur til leikmanna að gera meira og þora hefur ekki skilað sér. 

 

Ísland er því enn án sigurs í undankeppninni og situr í neðsta sæti. Tveir leikir eru eftir í undankeppninni og fara þeir báðir fram í Laugardalshöll í nóvember næstkomandi. Þá verður spilað eingöngu uppá stoltið hjá Íslenska liðinu og vonandi að það geti byggt á fyrri hálfleik í leik dagsins. 

 

Tölfræði leiksins

 

Myndasafn (FIBA)