Í dag 15.2.2018 fór fram leikur á milli Hattar og Tindastóls í Brauð og Co. Höllinni í Domino‘s deild karla en Tindastóll er í topp 4 með 26 stig meðan Höttur situr neðst með 4 stig 2 stigum fyrir neðan Þór Akureyri.

 

Þáttaskil

Höttur leit vel út til þess að byrja með og vantaði bara þetta smá auka í sóknarleik þeirra en þegar kom að þriðja leikhluta og Hattarmenn orðnir út keyrðir á endalausu tuði fór Tindastóll að nýta sér aga leysið og samskiptaleysi Leikmanna Hattar með því að stela boltanum á nokkrum mikilvægum tímum og skiptast á því að keyra inn í teig Hattar og losa um skytturnar í 3ja stiga skot.

 

Tölfræðin lýgur ekki

Tindastóll stal boltanum samtals 10 sinnum af Hetti yfir leikinn, voru með miklu fleiri stig af bekknum heldur en Höttur, Höttur var með 6 stig af bekknum en Tindastóll 36. En Þó hitti Tindastóll aðeins 25 af 40 Vítaskotum sínum sem er þó 62% nýting.

 

Hetjan

Hetja leiksins var Pétur Rúnar Birgisson en hann spilaði 29 mínútur leiksins á þeim tíma var hann með 24 stig, 6 fráköst og 3 stoðsendingar. Hann setti niður 5 þrista af 8 reyndum og hitti  5 af 7 vítaskotum sínum

 

Kjarninn 

Leikurinn spilaðist vel, þrátt fyrir nokkra umdeilda dóma. Tindastóll spilaði mjög agaða vörn og átu öll varnarfráköst en voru líka duglegir að ná sóknarfráköstum. Til að byrja með átti Höttur í erfið leikum með að koma í veg fyrir einfaldar sendingar inna teig þar sem leikmenn Tindastóls fóru einföld lay-up, en var Höttur fljótur að kippa því í lag, þegar kom að þriðja leikhluta var kominn þreyta í leikmenn Hattar og ýmis klaufa misstök farinn að sjást. Og þegar leið á lok leiks var búið að villa út tvo leikmenn Hattar þá Gísla Þórarinn Hallsson og Sigmar Hákonarson. Að leik loknum situr Höttur en á botninum með 4 stig og Tindastóll í öðru sæti með 28 stig, jafn mörg og Ír þar fyrir ofan.

 

Tölfræði leiks

 

Umfjöllun / Hemmert Þór Baldursson