Þrír leikir fóru fram í Dominos deild karla í kvöld. Á Akureyri töpuðu heimamenn í Þór fyrir KR, Grindavík sigraði Hött og þá lagði Stjarnan topplið ÍR í Hellinum í Breiðholti.

 

Þá voru einnig tveir leikir í 1. deild karla. Skallagrímur vann Fjölni og Vestri lagði Breiðablik.

 

 

Úrslit kvöldsins

 

Dominos deild karla:

Grindavík 90 – 70 Höttur
 

Þór Akureyri 69 – 92 KR 
 

ÍR 64 – 87 Stjarnan 
 

 

1. deild karla:

Breiðablik 92 – 95 Vestri 
 

Skallagrímur 88 – 86 Fjölnir