Fjórir leikir fara fram í Dominos deild karla í kvöld. Leikið er í 19. umferð sem er síðasta umferðin fyrir landsleikjahlé sem tekur við um helgina. 

 

Í Breiðholti eru Akureyringar í heimsókn en ÍR hefur tapað síðustu tveimur heimaleikjum sínum og vilja sjálfsagt snúa því gengi við í kvöld. Á Egilsstöðum freistar botnlið Hattar þess að ná í sigur gegn bikarmeisturum Tindastóls en Höttur vann frækin sigur á Keflavík í Keflavík fyrr í vikunni. 

 

Valsarar fá Þór Þ í heimsókn en Þorlákshafnarmenn hafa verið á góðu skriði uppá síðkastið og þurfa á sigri að halda til að halda í vonina um úrslitakeppnissæti. Stórleikur  dagsins er svo í Ásgarði þar sem liðin sem mættust í undanúrslitum á síðasta tímabili mætast aftur. Grindavík sópaði Stjörnunni úr leik á síðasta tímabili og því ljóst að Garðbæingar eiga harma að hefna. 

 

Fallbarátta deildarinnar getur skýrst í kvöld. Fari svo að Höttur tapi leik sínum gegn Tindastól og Valur vinni Þór Þ er ljóst að Höttur er fallið úr Dominos deildinni. 

 

Leiki dagsins má finna hér að neðan en fjallað verður um þá á Karfan.is í kvöld. 

 

Leikir dagsins.

 

Dominos deild karla:

 

ÍR – Þór Ak kl 19:15

Stjarnan – Grindavík kl 19:15 (í beinni á Stöð 2 Sport)

Höttur -Tindastóll kl 19:15

Valur – Þór Þ kl 19:15

 

1. deild karla

Gnúpverjar – ÍA kl 20:30