Skallagrímur tók á móti Haukum í Fjósinu í kvöld. Eftir jafnan fyrri hálfleik, þá tóku Haukar öll völd á vellinum og unnu sannfærandi sigur, 66-80.

 

Fjósið

 

Helstu punktar fyrir leik.

  • Dómarar leiksins voru þeir Sigmundur Már, Eggert Þór og Jakob Árni.
  • Bæði lið með sterka sigra í síðustu umferð. Skallagrímur sigraði Stjörnuna og Haukar sigruðu Keflavík.
  • Gunnhildur Lind var í splunkunýjum sokkum frá Zöru. Einhversskonar fermingarsokkum!!
  • Tvíeykið á ritaraborðinu, B‘B(Baskinn og Bakarinn) voru mættir.
  • Fjósið var frekar tómlegt enda voru flestir körfuknattleiks áhugafólk enn að jafna sig eftir ÞvÍLÍKAN leik hjá Íslenska karla landsliðinu fyrr um daginn. En Sveinbjörg var mætt!!!
  • Byrjunarlið Skallgríms: Carmen-Guðrún-Jeanne-Sigrún-Jóhanna.
  • Byrjunarlið Hauka: Helena-Frazier-Þóra-Rósa-Anna Lóa.

 

1.leikhluti.

Haukar byrjuðu leikinn af krafti og voru að finna svör við varnarleik Skallagríms. En Skallagrímur náði að komast í takt við leikinn og náðu að naga niður forskot Hauka. Jafnt var eftir fyrsta leikhluta, 17-17.

 

2.leikhluti.

Jafn leikhluti. Liðin skiptust á körfum og stoppum en Haukar leiddu þó alltaf. Þóra Kristín var geggjuð i liði Hauka og boltaflæði gott, á meðan að sóknarleikur Skallagríms gekk frekar stirðbusalega. Haukar gengu inn í búningsklefa með 33-37 forskot.

 

3.leikhluti.

Ingvar þjálfari Hauka hefur komið með skýr skilaboð í hálfleik. „Get the ball to Helena and get the f..k out the way“.  Helena skellti niður snöggum 8 stigum á töfluna og fóru þá Skallagrímur að tvöfalda á hana. Helena henti þá bara boltanum til liðsfélaga sinna og Haukar náðu 5-20 kafla!!! Ekkert gekk hjá Skallagrím. Sóknarleikurinn var tilviljunarkenndur og varnarleikurinn var veikur. Staðan fyrir loka leikhlutan 43-64.

 

4.leikhluti.

Leikurinn var komin í mikið ójafnvægi. Liðin voru ekki mikið að spila varnarleik og skiptust liðin á að skora. Haukar með öll völd á leiknum og keyrðu þessum sigri í Hafnarfjörðin, 66-80.

 

Sigrún Sjöfn og Carmen voru þær sem skáru úr í liði Skallagríms. Liðið virtist vera klárt í byrjun leiks, spilaði fína vörn og sóknin var „allt í læ“. En seinni hálfleikurinn var ekki mikið til að hoppa húrra fyrir. Varnarleikur, samskipti, sóknarleikur og áræðni vantaði alveg í leikmenn liðsins.

 

Hjá Haukum voru það Helena, Frazier og Þóra geggjaðar. Helena smellti cher í 28 stig og 10 fráköst, á meðan Frazier var með 10 stig og 13 stoðsendingar. Þóra smellti niður 15 stigum og stjórnaði leik Hauka með glæsibrag. Haukar voru flott í kvöld. Fyrri hálfleikur var ágætur en þessar 10 mínútur í þriðja leikhluta voru geggjaðar!! Spiluðu allar sem einn og hver einasti leikmaður lögðu sitt í púkkið.

 

UPP OG ÁFRAM!!!

 

Tölfræði leiksins