Þrír leikir fóru fram í 21. umferð Dominos deildar kvenna í dag. Valur er komið aftur á toppinn í bili að minnsta kosti eftir öruggan sigur á Stjörnunni. 

 

Snæfell gjörsamlega valtaði yfir Breiðablik í Smáranum í kvöld 44-79 í ansi hreint skrautlegum leik. Þá náði Keflavík í sigur á Njarðvík í spennuleik.

 

Umferðinni lýkur svo á morgun kl 19:15 í Borgarnesi þar sem Haukar heimsækja Skallagrím. 

 

Nánar verður fjallað um leiki dagsins á Karfan.is síðar í dag.

 

Úrslit dagsins:

 

Dominos deild kvenna: 

 

Valur 84-57 Stjarnan

Keflavík 88-79 Njarðvík 

Breiðablik 44-79 Snæfell

 

1. deild kvenna:

Þór Ak 66-36 Grindavík