Fjölnismenn tóku á móti Snæfell en fyrir leikinn voru Snæfell með 18 stig og Fjölnir 16 stig, liðin höfðu sigrað sitt hvorn leikinn og því um risaleik að ræða um hvort liðið ætti innbyrðis og betri stöðu til að komast í úrslitakeppni 1. Deildar karla.

 

Andrés Kristleifsson smellti tveimur þristum í upphafi fyrir Fjölni en Snæfell jöfnuðu 8-8 áður en Fjölnir komust í 14-8 og leiddu 27-21 með Samuel Prescott í fararbroddi, hann skoraði 15 stig í öllum regnbogans litum. Snæfell hófu annan leikhluta á því að tapa boltanum í innkasti og Fjölnir fór fljótt í 36-24 og Snæfell tóku leikhé. Leikmenn Snæfell svöruðu hárblæstri Inga Þórs með fjórum þristum frá fjórum leikmönnum og minnkuðu þeir muninn í 44-42 fyrir hálfleik þrátt fyrir að hafa misnotað þrjú víti á síðustu 30 sekúndum hálfleiksins.

 

Fjölnismenn voru betra liðið í fyrri hálfleik og léku vel saman, opnuðu vörn Snæfells uppá gátt hvað eftir annað en frábær endurkoma Snæfells jafnaði leikinn. Samuel Prescott var stigahæstur í hálfleik með 25 stig en hjá Snæfell var Christian Covile stigahæstur með 19.

 

Samuel skoraði auðveldlega fyrir Fjölni í upphafi síðari hálfleiks og leiddu þeir 48-44 áður en Christian skoraði tíu stig í röð fyrir Snæfell og frumkvæðið orðið gestanna. Snæfell þéttu varnarleikinn og þvinguðu Fjölni í erfiðari skot en þeir hefðu verið að fá og leiddu 61-66 eftir þrjá leikhluta. Christian Covile var með 16 stig í leikhlutanum og dró vagninn fyrir Snæfell en Samuel var með 34.

 

Í fjórða leikhluta minnkuðu Fjölnismenn muninn smátt og smátt áður en Sigvaldi jafnaði 74-74. Stór þriggja stiga karfa frá Sveini Arnari kom Snæfell yfir 74-77. Christian tók svo varnarfrákast og var Andrés Kristleifs alveg ofan í honum og féll í gólfið og vildu Fjölnismenn meina að Christian hefði gefið honum slæmt olnbogaskot en dómari leiksins sagði Andrési að standa upp og uppskar þjálfari Fjölnis Falur tæknivíti eftir mótmæli. Snæfell komstu í 77-80 þegar að tæp mínúta voru eftir. Samuel minnkar muninn í 77-80 en eftir klafs í sókn Snæfells kemst Viktor Alexandersson í gegn,skorar og fær víti að auki sem fór misgörðum, staðan 77-82. Samuel brunar þá upp völlinn og skorar góða körfu og setur víti að auki. Snæfell reyndu að sigra heiminn með sendingu yfir alla vörn Fjölnis en Samuel þakkaði fyrir sig og skoraði 79-82 þegar að 4 sekúndur voru eftir. Snæfell náðu að senda boltann á milli sín og leiktíminn rann út án þess að Fjölnismenn gátu brotið á þeim.

 

Mikilvægur sigur Snæfellsmanna sem kemur þeim í 20 stig og með innbyrðis á Fjölni sem eru með 16 stig. Framundan eru fimm leikir og getur margt gerst en Snæfell eru í góðri stöðu uppá framhaldið og hlutirnir í þeirra höndum. Erlendu leikmenn liðanna báru af í stigaskori en leikmenn beggja liða geta betur en þeir gerðu í gær. Fjölnis menn mæta Blikum á útivelli í næstu umferð en Snæfell mæta Hamarsmönnum á heimavelli.

 

Stigaskor Fjölnis: Samuel Prescott 44 stig og 10 fráköst, Andrés Kristleifsson 12 stig og 6 fráköst, Sigvaldi Eggertsson 7, Alexander Þór Hafþórsson 6, Daníel Freyr Friðriksson 3, Rafn Kristján Rafnsson 3, Davíð Alexander Magnússon 2, Sigmar Jóhann Bjarnason 2, Jón Sverrisson 0, Brynjar Birgisson 0, Ívar Barja.

 

Stigaskor Snæfells: Christian Covile 38 stig og 13 fráköst, Viktor Marínó Alexandersson 13, Geir Elías Úlfur Helgason 11, Nökkvi Már Nökkvason 10, Sveinn Arnar Davíðsson 4, Aron Ingi Hinriksson 3, Rúnar Þór Ragnarsson 2, Þorbergur Helgi Sæþórsson 1, Eiríkur Már Sævarsson 0.

 

Tölfræði leiksins