Snæfell og ÍA mættust í Stykkishólmi í dag, leikurinn var færður til klukkan 14:00 svo allir gætu tekið þátt í því að kveðja Loga Gunnarsson úr landsliðinu. Okkur, í Hólminum, langar að segja Takk Logi fyrir þitt framlag til landsliðsins, þvílíkur leikmaður og persóna fyrir körfuboltahreyfinguna.

 

Byrjunin

Það verður að segjast að lið sem mæta ÍA stóla mikið á að byrja vel og keyra vel á þá. Það gerðu Snæfellingar og uppskáru góða forystu í byrjun sem þeir létu svo aldrei að hendi. ÍA er eins og flestir vita án sigurs í deildinni þannig það getur oft verið erfitt að gíra sig upp í þannig leik. Hólmarar gerðu vel að detta ekki á það plan og kláruðu leikinn af krafti.

 

Munurinn

Munurinn á liðunum er sá að breidd Snæfells er þó nokkuð meiri, Hólmarar spiluðu á öllum 10 leikmönnum og voru allir að skila góðum mínútum á meðan ÍA þurfti mikið að stóla á Marcus og hans leik. Skagamenn eiga nokkra efnilega stráka sem fengu góðar mínútur í leiknum í dag og vonandi halda þeir áfram að nýta þær. Snæfell er að fá menn til baka úr meiðslum og eru að gíra sig upp fyrir úrslitakeppnina.

 

Endir

Leikurinn endaði með tuttugu og átta stiga sigri heimamanna 108 – 80. Snæfellingar skoruðu úr 17 þriggjastiga skotum á meðan ÍA hittu úr 7. Hólmurum finnst gaman að gefa og gáfu þeir 30 stoðsendingar í leiknum, sá gjafmyldasti var Viktor Marinó með 10 snuddur. Erlendir leikmenn liðanna voru í sérflokki í stigaskori Chris Covile var með fínustu línu 38/12 og Marcus Dewberry skoraði 42 stig fyrir ÍA.

 

Tölfæði leiks

Myndasafn

 

Mynd / Sumarliði Ásgeirsson