Hamar tók á móti Skallagrími í Hveragerði í kvöld. Skallarnir mættu til leiks mun ákveðnari og unnu að lokum 100-111. 

 

Heimamenn byrjuðu leikinn illa og voru undir eftir 1. leikhluta 13-19. Hamarsmenn komust betur inn í leikinn, fóru að hitta betur og voru yfir í hálfleik 43-37. Í byrjun seinni hálfleiks var allt í járnum en Skallarnir komust 5 stigum yfir í lok 3. leikhluta 63-68. Hamarsmenn mættu ekki til leiks í lokaleikhluta, Skallagrímsmenn gengu á lagið, voru sjóðheitir í aðgerðum sínum og höfðu að lokum öruggan sigur.

 

Skallagrímur náði með sigrinum fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar en á sama tíma tapaði Vestri gegn Gnúpverjum á heimavelli. Liðið er því í góðri stöðu á toppi deildarinnar þegar fimm leikir eru eftir í deildarkeppninni. 

 

Hamar-Skallagrímur 100-111 (16-22, 27-15, 20-31, 37-43)

Hamar: Julian Nelson 25, Larry Thomas 18/5 fráköst, Smári Hrafnsson 13, Dovydas Strasunskas 11/6 fráköst, Þorgeir Freyr Gíslason 11/4 fráköst, Mikael Rúnar Kristjánsson 9, Jón Arnór Sverrisson 8/5 fráköst/7 sto?sendingar/5 stolnir, Oddur Ólafsson 5/5 fráköst, Karl Fri?rik Kristjánsson 0, Ísak Sigur?arson 0, Hlynur Snær Wiium Stefánsson 0, Kristinn Ólafsson 0. 

Skallagrímur: Kristófer Gíslason 34/7 fráköst, Aaron Clyde Parks 24/8 fráköst/9 sto?sendingar, Darrell Flake 20/7 fráköst/6 stolnir/3 varin skot, Bjarni Gu?mann Jónson 10/6 fráköst, Daví? Gu?mundsson 9, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 9/13 fráköst/12 sto?sendingar, Hjalti Ásberg Þorleifsson 2, Arnar Smári Bjarnason 2, Kristján Örn Ómarsson 1, Atli A?alsteinsson 0, Atli Steinar Ingason 0, Sumarli?i Páll Sigurbergsson 0. 
 

Umfjöllun / Gunnar Gunnarsson