Skallagrímur tók á móti Njarðvík í Fjósinu í kvöld. Eftir fjörlegar 20 mínútur hjá báðum liðum, hertu heimakonur tökin á varnarleik sínum og unnu góðan sigur, 91-66.

 

Fjósið

 

Molar fyrir leik.

  • Njarðvík enn án sigurs í Dominos deild kvenna.
  • Skallagrímur tapaði sínum síðasta leik gegn Haukum.
  • Það var smá Dumbúngur í Borgarnesi.
  • Þessi lið mættust í undanúrsitum bikarkeppni KKÍ en þá hafði Njarðvík sigur.
  • Gúndi Ara og Jobbi Rafns voru mættir upp í stúku. Amelía var einnig mætt.
  • Dómarar leiksins voru þeir Rögnvaldur Hreiðarsson, Jakob Árni og Sigurbaldur Frímansson.
  • Hvetja Borgnesinga að mæta í Fjósið og hjálpa stelpunum að ná cher í úrslitarkeppnis sæti.
  • Skallagrímur er í harðri baráttu um úrslitarkeppnis sæti. Eru fyrir leik jafnar Breiðablik og Snæfell með 18 stig. Stjarnan er í 4.sætinu með 22 stig.
  • Skallagrímur á eftir að spila úti á móti Snæfell og Breiðablik en heimaleiki á móti Val og Keflavík.
  • Gunnhildur Lind var komin úr fermingarsokkunum og í glænýja Jordan sokka.

 

Byrjunarlið Skallagríms: Sigrún-Carmen-Jóhanna-Bríet Lilja-Jeanne.

Byrjunarlið Njarðvíkur: Shalonda-Björk-Ína-María-Hrund.

 

1.leikhluti.

Heldur betur ringdi þristum, maður lifandi. Alls duttu 8 stykki á 5 mín kafla í leikhlutanum. Varnarleikur var ekki spilaður og mikið var um flott tilþrif. Skallagrímur náði forystu fyrir lok leikhlutans, 23-20.

 

2.leikhluti.

Varnarleikur sást loks til liðanna í byrjun annars leikhluta en svo duttu 5 þriggjastiga körfur niður  og alls því 12 kvikindi í hálfleiknum. Liðin fóru að skiptast á körfum en Skallagrímur náði aftur góðum endaspretti og leiddi í hálfleik, 46-39.

 

3.leikhluti.

Pizzurnar frá Grillhúsinu fóru heldur betur að tikka inn í hálfleikinn. Fjósið byrjaði að fyllast og plötusnúðurinn skellti á „Turn Me Loose“.

Skallagrímur náði að komast á gott hlaup sem skilaði þeim 10 stiga forystu. En Njarðvík náðu alltaf að koma með svar og komu þessu í 7 stiga leik fyrir síðasta leikhlutan, 58-51. 

 

4.leikhluti.

Skallagríms konur komu virkilega grimmar út í lokaleikhlutan og byrjuðu hann á 19-6 hlaupi. Með þessu hlaupi gerðu þær út um leikinn. Minni spákonur fengu að spreyta sig og stemmingin í Fjósinu var upp á sitt besta. Skallagrímur kláraði leikinn 91-66.

 

Carmen og Sigrún voru flottar í kvöld. Allt liðið var reyndar flott þegar þær tóku sig á og spiluðu vörn. Um leið og varnarleikurinn fór að smella, þá litu þær vel út. Jeanne stjórnaði liðinu vel og smellti nokkrum þristum og einnig var Bríet flott í kvöld.

 

Hjá Njarðvík var það Shalonda og Ína María sem skörðu fram úr. Njarðvíkur liðið var á eldi í fyrri hálfleik og skipti ekki máli hvaða leikmaður henti boltanum í átt að körfunni. Allt datt ofaní. En þegar að Skallagrímur fór að spila harðara, þá fór krafturinn úr Njarðvík og ekki má gleyma því,,,,23 tapaðir boltar er of mikið.

 

UPP OG ÁFRAM!!!!

 

Tölfræði leiksins

Myndasafn (Ómar Örn)

 

Viðtöl eftir leik:

 

 

Umfjöllun og viðtal / Hafþór Ingi Gunnarsson

Myndir / Ómar Örn Ragnarsson