Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í dag og í kvöld. Tveir af þeim réðust ekki fyrr en með síðustu körfum leiksins. Fyrir Boston Celtics sigraði Al Horford leikinn gegn Portland Trail Blazers og í New York setti Kent Bazemore sigurkörfuna fyrir Atlanta Hawks gegn heimamönnum í Knicks.

 

Þá sigruðu Los Angeles Lakers lið Oklahoma City Thunder í jöfnum leik þrátt fyrir að vermætasti leikmaður síðasta tímabils, Russell Westbrook hafi sett 36 stig, tekið 5 fráköst og gefið 9 stoðsendingar.

 

Sigurkarfa Bazemore:

 

Sigurkarfa Horford:

 

Úrslit kvöldsins

 

Portland Trail Blazers 96 – 97 Boston Celtics

Milwaukee Bucks 109 – 94 Brooklyn Nets

Atlanta Hawks 99 – 96 New York Knicks

Memphis Grizzlies 86 – 101 Toronto Raptors

Los Angeles Lakers 108 – 104 Oklahoma City Thunder

Charlotte Hornets 115 – 110 Phoenix Suns