Bakvörður Tindastóls, Sigtryggur Arnar Björnsson, verður fjarri góðu gamni þegar liðið tekur á móti Keflavík í 17. umferð Dominos deildarinnar í kvöld. Samkvæmt leikmanninum er um álagsmeiðsl að ræða og veit hann ekki hvenær hann verður leikfær á nýjan leik, en hann missti einnig af síðasta leik liðsins gegn Haukum.

 

Þess má geta að leikur Tindastóls og Keflavíkur verður í beinni útsendingu Tindastóls Tv kl. 19:15.