Landsliðsþjálfarar Íslenska landsliðsins hafa kynnt sautján manna æfingahóp fyrir fyrir leikina gegn Finnlandi og Tékklandi í undankeppni HM. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi nú í hádeginu. 

 

Þrír nýliðar eru í hópnum en þeir koma allir frá Haukum. Þetta eru þeir Breki Gylfason, Emil Barja og Hjálmar Stefánsson. Þá koma nokkrir leikmenn inn frá síðasta verkefni landsliðsins. Þeir Hörður Axel, Jón Arnór, Pavel, Pétur Rúnar, Raggi Nat  koma allir inní hópinn en þeir voru ekki með í leikjunum gegn Tékklandi og Búlgaríu í nóvember síðastliðnum. 

 

Þá er Jakob Örn Sigurðarson í hópnum aftur en hann kom inní hópinn fyrir síðustu verkefni eftir að hafa lagt landsliðsskóna á hilluna fyrir undankeppni Eurobasket 2017. 

 

Íslenska landsliðið mætir Finnlandi næstkomandi föstudagskvöld og Tékklandi á sunnudag. Miðasala er hafin á Tix.is en stuðningsmannasveitir eru að undirbúa sig fyrir leikinn og búist við mikilli stemmningu. 

 

Nánar verður fjallað um landsliðshópinn og viðtöl við leikmenn og þjálfara á Karfan.is síðar í dag. 

 

Sautján manna æfingahópur fyrir landsleikina gegn Finnlandi og Tékklandi má finna hér að neðan:

 

Breki Gylfason Haukar Nýliði
Emil Barja Haukar Nýliði
Haukur Helgi Pálsson Briem Cholet Basket, Frakkaland 63
Hjálmar Stefánsson Haukar Nýliði
Hlynur Bæringsson Stjarnan 118
Hörður Axel Vilhjálmsson Keflavík 70
Jakob Örn Sigurðarson Borås Basket, Svíþjóð 90
Jón Arnór Stefánsson KR 96
Kári Jónsson Haukar 7
Kristófer Acox KR 32
Logi Gunnarsson Njarðvík 145
Martin Hermannsson Châlons-Reims, Frakkland 58
Ólafur Ólafsson Grindavík 22
Pavel Ermolinskij KR 67
Pétur Rúnar Birgisson Tindastóll 5
Ragnar Ágúst Nathanaelsson Njarðvík 38
Tryggvi Snær Hlinason Valencia, Spánn 25