Sara Rún Hinriksdóttir er í eldlínunni hjá liði sínu Canisius háskólanum í bandaríska háskólaboltanum í kvöld. Liðið mætir liði Siena og er Sara og Margrét Rósa undir í hálfleik 31-25. 

 

Sara þurfti fyrir leikinn fimm stig til að ná þúsund stigum á sínum ferli í háskólaboltanum. Það tók ekki nema nokkrar mínútur að ná því marki í leik kvöldsins. Það var því söguleg stund þegar Sara Rún braut þúsund stiga múrinn fyrir liðið í kvöld. 

 

Margrét Rósa Hálfdánardóttir leikur einnig með liðinu og eru íslensku leikmennirnir báðir lykilmenn í liðinu. Eftir 28 leiki í deildinni hefur liðið sótt tíu sigra í MAAC deildinni. 

 

Hægt er að fylgjast með leik Canisius og Siena þessa stundina hér.