Sautjándu umferð Dominos deildar karla lýkur með risaslag í DHL Höllinni í kvöld. Þar mætast liðin sem börðust um Íslandsmeistaratitilinn í úrslitaeinvígi síðasta tímabils. 

 

KR hafði betur í einvíginu 3-2 en úrslitaleikurinn fór einmitt fram í DHL-höllinni þar sem KR tryggði titilinn með nokkuð öruggum sigri. 

 

Þessi sömu lið mættust í nóvember síðast liðnum í fyrri leik liðanna í deildar keppninni. Þar hafði Grindavík 94-84 sigur í eftirminnilegum leik. 

 

Leikurinn hefst kl 20:00 í DHL höllinni en KR börgerinn frægi verður víst sérlega góður í tilefni þessa stórleiks. Formaður kkd Grindavíkur er hið minsta klár í slaginn. 

 

 

Þrír leikir fara einnig fram í 1. deild karla þar sem spennan á toppnum er að verða óbærileg. Stórleikurinn fer fram í Hveragerði þar sem Skallagrímur er í heimsókn. Hamar vann síðasta leik liðanna ansi sannfærandi í Borgarnesi og því fróðlegt að sjá hvernig þessi leikur fer. 

 

 

 

Leikir dagsins:

 

Dominos kk: 
KR – Grindavík kl 20:00 (Í beinni á Stöð 2 Sport)

 

1. deild karla:

Vestri – Gnúps kl 19:15 (Í beinni útsendingu á Jakinn TV)

Fjölnir – Snæfell kl 19:15

Hamar – Skallagrímur kl 19:15