Átjándu umferð Dominos deildar karla lýkur í kvöld þegar frestaður stórleikur Hauka og KR fer fram að Ásvöllum. Liðin eru bæði eitt af fjórum liðum í toppbaráttu deildarinnar og því um algjöran risaslag að ræða. 

 

Liðin mættust fyrr á tímabilinu á heimavelli KR þar sem Haukar höfðu nokkuð óvæntan sigur 66-82. Þar var Jalen Jenkins atkvæðamestur í helstu tölfræðiþáttum fyrir KR en hann var látinn fara í byrjun árs. Hjá Haukum voru þeir Paul Anthony Jones og Kári Jónsson atkvæðamestir að vanda. 

 

KR þarf því að vinna mep meira en 16 stigum til að ná að vinna innbyrðis viðureign liðanna. Fari svo að KR vinni eru þrjú lið efst og jöfn í deildinni með 28 stig þegar þrjár umferðir eru eftir. Innbyrðisviðureiginir liðanna gilda þá og eru Haukar í góðri stöðu þar. 

 

Haukar geta hinsvegar með sigri komið sér í góða stöðu á toppnum og setið einir þar með 30 stig þegar þrjár umferðir eru eftir. Það er því ljóst að toppbaráttan getur ráðist í kvöld og því algjört skylduáhorf fyrir alla.

 

 

Leiki dagsins má finna hér að neðan en fjallað verður um þá á Karfan.is í kvöld. 

 

 

Leikir dagsins:

 

Dominos deild karla:

Haukar-KR kl 19:15 (í beinni á Stöð 2 Sport)
 

Dominos deild kvenna:

Snæfell-Valur kl 15:00
 

1. deild kvk:

Fjölnir-Grindavík kl 18:00