Lovísa Björt Henningsdóttir er mætt aftur á parketið hjá liði sínu Marist eftir meiðsli sem hrjáð hafa henni síðustu mánuði. Í raun var talið að tímabilið hjá Lovísu væri búið þar sem endurhæfing eftir aðgerð sem hún fór í í byrjun árs átti að taka lengri tíma. 

 

Það er því ótrúlegum bati að einungis 6 vikum seinna er hún mætt aftur og lék með Marist gegn Fairfield síðasta miðvikudag. Lovísa lét mikið að sér kveða, endaði með 7 stig og 7 fráköst á 19 mínútum. 

 

Marist vann leiknn 48-34 en næsti leikur er gegn efsta liðinu í MAAC deildinni Quinnipiac næsta sunnudag. Marist situr einmitt í öðru sæti deildarinnar og því um algjöran toppslag að ræða.