Körfuknattleikssambandið hefur frestað öllum fjölliðamótum sem eiga að vera komandi helgi, sem og öllum deildarleikjum sem áttu að vera á morgun laugardag. Þetta gera þeir eftir að hafa ráðfært sig við Veðurstofu Íslands.

 

 

Fréttatilkynning:

Mótanefnd KKÍ hefur tekið þá ákvörðun eftir að hafa ráðfært sig við Veðurstofuna að fresta öllum fjölliðamótum sem eiga að vera helgina 10.-11. febrúar. Veðurspáin er þannig að ekkert ferðaveður verður laugardaginn 10. febrúar og fyrri parts sunnudagsins 11. febrúar. Einnig er búið að fresta öllum deildarleikjum laugardagsins vegna sömu ástæðna.