Á sama tíma og landsleikur Íslands og Tékklands fór fram síðasta sunnudag fór fram áhugaverð rimma í 1. deild karla þegar Gnúpverjar tóku á móti toppliði Skallagríms. 

 

Liðin skiptust ansi ört á því að hafa forystuna allan leikinn en Gnúpverjar tóku við bílstjóra sætinu rétt fyrir hálfleik en þá var staðan 52-46 fyrir þeim. Toppliðið gaf hinsvegar ekkert eftir í þriðja leikhluta og náði fínni forystu fyrir lokafjórðunginn. Þar mætti spútniklið vetrarins í 1. deildinni heldur betur til leiks og úr varð æsispennandi lokamínútur. 

 

Þegar ein mínúta var eftir voru Gnúpverjar 91-90 yfir en þá komu sem stig í röð frá Skallagrím og þrátt fyrir hetjulegar tilraunir Gnúpverja til að ná sigrinum í lokin datt það með Borgnesingum þennan daginn. Lokastaða 95-96 fyrir Skallagrím. 

 

Gnúpverjar voru grátlega nálægt sigri á toppliðinu en liðið hefur komið ansi mikið á óvart, unnið sjö leiki og þar af einn á Ísafirði. Stigahæstur að vanda var Everage Richardsson með ótrúlega tölfræðirunu: 44 stig, 11 fráköst, 6 stoðsendingar og 6 stolna bolta. Auk þess var Gabríel Sindi Möller atkvæðamikill með 24 stig. 

 

Skallagrímsmenn geta heldur betur prísað sig sæla að labba frá þessum leik með sigur í farteskinu. Að lokum virtust það vera einstaklingsgæðin sem kláruðu leikinn en Aaron Clyde Parks og Eyjólfur Ásberg voru eins og oft áður gríðarlega sterkir fyrir liðið. 

 

Sigurinn þýðir að Skallagrímur er komið í ansi góða stöðu á toppi deildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir. Liðið þarf að vinna einn leik og er þá gulltryggt beint upp í Dominos deildina að ári. Þrjú lið fylgja fast á hæla Skallagríms við toppinn en einungis Breiðablik getur komist upp fyrir Borgnesinga þegar þrjár umferðir eru eftir.

 

Vestri hefur spilað einum leik fleiri en hin liðin og er því búið að missa af lestinni. Skallagrímur á innbyrðisviðureignina á Hamar svo hvergerðingar geta ekki stolið toppsætinu af Skallagrím. Það eru einungis blikar sem geta skotist upp fyrir Skallagrím en þessi lið mætast í næstsíðustu umferðinni í Smáranum. 

 

Það er þó alveg óljóst hvernig Vestri, Breiðablik og Hamar raða sér í sæti 2-4 (fari svo að Skallagrímur klári sína leiki) þar sem liðin eru jöfn að stigum. Snæfell er nokkurnvegin fast í sessi í fimmta og síðasta sætinu sem gefur sæti í úrslitakeppninni. Það er allavega alveg ljóst að framundan er æsispennandi úrslitakeppni í 1. deild karla. 

 

Þetta þýðir að Skallagrímur getur tryggt sér sigur í 1.deild karla í næstu umferð þegar Snæfell mætir í Fjósið, næstkomandi fimmtudag. Gnúpverjar hafa misst af sæti í úrslitakeppni og hafa því ekki að neinu að keppa nema þá sjötta sætinu. Þrátt fyrir það getur liðið vel unað við frammistöðu vetrarins. 

 

Tölfræði leiksins.

 

Gnúpverjar-Skallagrímur 95-96 (25-28, 27-18, 15-30, 28-20)
 
Gnúpverjar: Everage Lee Richardson 44/11 fráköst/6 sto?sendingar/6 stolnir, Gabríel Sindri Möller 24, Leifur Steinn Arnason 8/6 fráköst, Hraunar Karl Gu?mundsson 7/10 fráköst, Atli Örn Gunnarsson 5/5 fráköst, Hákon Már Bjarnason 5, Tómas Steindórsson 2/8 fráköst, Bjarni Steinn Eiríksson 0, Jón Einar Valdimarsson 0, Pálmi Þorgeirsson 0, Haukur Þór Sigur?sson 0, Bjarki Rúnar Kristinsson 0. 

Skallagrímur: Aaron Clyde Parks 46/5 fráköst/5 sto?sendingar, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 20/13 fráköst/5 sto?sendingar, Daví? Gu?mundsson 11, Kristófer Gíslason 11, Kristján Örn Ómarsson 6, Darrell Flake 2/6 fráköst/5 stolnir, Bjarni Gu?mann Jónson 0/4 fráköst, Sumarli?i Páll Sigurbergsson 0, Hjalti Ásberg Þorleifsson 0, Arnar Smári Bjarnason 0, Atli A?alsteinsson 0, Almar Örn Björnsson 0.