Þrír leikir fara fram í 21. umferð Dominos deildar kvenna í dag. Sem stendur eru Haukar og Valur á toppi deildarinnar og Keflavík fjórum stigum fyrir aftan. Valur getur með sigri í dag farið aftur eitt í forystu í deildinni með sigri á Stjörnunni. 

 

Baráttan um sæti í úrslitakeppninni virðist einnig vera að harðna. Stjarnan er sem stendur í 4. sæti deildarinnar, fjórum stigum á undan Skallagrím og Breiðablik og gætu með sigri í dag breikkað það bil enn frekar.

 

Þá er einn leikur í 1. deild kvenna, þar sem að Grindavík heimsækir Þór á Akureyri.

 

Staðan í Dominos deild kvenna

Staðan í 1. deild kvenna

 

 

Leikir dagsins

Dominos deild kvenna:
Keflavík Njarðvík – kl. 16:30
Breiðablik Snæfell – kl. 16:30
Valur Stjarnan – kl. 16:30 í beinni útsendingu Stöð 2 Sport

1. deild kvenna:
Þór Akureyri Grindavík – kl. 16:30