Tveir leikir fara fram í 1. deild kvenna í dag. Leikið er í 17 umferð deildarinnar en KR og Fjölnir hafa komið sér í ansi þægilega stöðu í efstu sætunum lítur allt út fyrir að þau mætist í úrslitaeinvígi deildarinnar. 

 

Leiki dagsins og umfjöllun um þá má finna hér að neðan:

 

Leikir dagsins:

1. deild kvenna:

 

ÍR – Ármann – kl. 19:15

 

Breiðhyltingar taka á móti Ármanni í Hertz hellinum í kvöld. Liðin hafa mæst tvisvar áður á tímabilinu. Í fyrra skiptið vann ÍR með tveimur stigum þar sem Birna Eiríksdóttir tryggði sigurinn með þriggja stiga körfu í framlengingu. Seinni leikurinn var ekki eins jafn en ÍR vann hann 63-34. Ármann er enn án sigurs en ÍR hafa náð í sjö sigra á sínu fyrsta tímabili í mörg ár. 

Grindavík – Hamar – kl. 19:15
 

Í Grindavík taka heimakonur á móti Hvergerðingum í Hamri. Liðin hafa skipst á sigrum en fyrri leikinn vann Grindavík 64-58 á heimavelli en Hamar vann í Hveragerði 64-57. Grindavík sem var í öðru sæti deildarinnar framan af tímabili er að missa af lestinni en liðið er nú í fjórða sæti og hefur einungis unnið einn leik síðan 28. nóvember á síðasta ári. Hamar hefur náð í þrjá sigra og geta komist nær liðinum fyrir ofan með sigri. 

 

Mynd / Benóný Þórhallsson