Fjölnismenn tóku á móti Snæfell en fyrir leikinn voru Snæfell með 18 stig og Fjölnir 16 stig, liðin höfðu sigrað sitt hvorn leikinn og því um risaleik að ræða um hvort liðið ætti innbyrðis og betri stöðu til að komast í úrslitakeppni 1. deildar karla.

 

Í fjórða leikhluta kom upp atvik þar sem Christian Covile tók varnarfrákast en Andrés Kristleifsson þjarmar að honum í barátunni. Coville virðist í baráttunni gefa Andrési olnbogaskot sem dómarar leiksins sjá ekki. 

 

Ekkert var dæmt en Fjölnismenn voru mjög ósáttir í framhaldinu. Falur Harðarson þjálfari liðsins fékk til að mynda tæknivillu í kjölfarið. 

 

Fjölnir TV birti myndband af atvikinu í gær á Facebook síðu sinni og má finna það hér að neðan: