Ísland mætir Tékklandi í undankeppni HM 2019 í dag. Leikurinn er sá fjórði í riðlakeppninni en Ísland vann síðasta leik sinn gegn Finnlandi síðasta föstudagskvöld. 

 

Leikurinn verður síðasti landsleikur Loga Gunnarssonar fyrir Íslands hönd en hann hefur ákveðið að leggja landsliðsskónna á hilluna eftir þennan landsleikjaglugga. 

 

Leikurinn fer fram í Laugardalshöll kl 16:00 á morgun. Búist er við hörku stemmningu og vonast eftir fullu húsi til að hjálpa strákunum að sækja sigur og kveðja Loga Gunnarsson. Miðasala er hafin á Tix.is. 

 

Það er því ekki úr vegi að rifja upp eftirminnilegasta augnablikið í okkar huga á landsliðsferli Loga Gunnarssonar. Það er gæsahúðaraugnablikið í Berlín á Eurobasket 2015. 

 

Síðasti leikur riðils Íslands á Eurobasket 2015 var gegn sterku liði Tyrklands. Eftir að hafa haldið í þá og átt góðan leik voru lokasekúndurnar æsispennandi. Með sjö sekúndur eftir og þrem stigum undir átti Ísland boltann.

 

Boltinn rataði í hendurnar á Loga Gunnarssyni sem á langt þriggja stiga skot sem ratar ofan í og leikurinn fór í framlengingu. Tyrkland sigraði á endanum 111-102 í framlengunni en þetta augnablik er gríðarlega eftirminnilegt. Stuðningsmenn Íslands tala enn um þetta skot og stemmninguna í kringum það. En magnað myndband af körfunni má finna hér að neðan: 

 

Það er því síðasti séns að sjá Loga Gunnarsson spila í treyju Íslands í Laugardalshöll í dag. Eitthvað sem engin körfuknattleiksáhugamaður ætti að láta fram hjá sér fara. Einnig er opinbert myllumerki dagsins: #TakkLogi.