Í Hólminum mættust Snæfell og Hamar í hörkuslag í 1. deild karla. Liðin voru í fjórða og fimmta sætinu fyrir leikinn. Það breyttist ekkert eftir leik kvöldsins en aftur á móti þá náðu Snæfellingar að saxa forskot Hamars í fjögur stig og hafa betur innbyrðis. Það er því von fyrir Snæfell, veik von þó, að komast yfir þá að stigum.

 

Kaflaskipt

Leikurinn var mjög kaflaskiptur og virtust Hamarsmenn ætla að sigla sigrinum örugglega heim miðað við spilamennskuna. Hamar komust mest 14 stigum yfir í seinni hálfleik og voru heimamenn nokkuð andlausir í vörninni og hittu lítið í sókninni þrátt fyrir galopin skot. Heimamenn fundu neista og sýndu að hjartað væri á réttum stað í lok leiks. Þegar þrjár mínútur voru eftir fór pressan að virka, skotin að fara ofan í og stemmningin færðist yfir á Snæfellinga.

 

Allt í einu

Allt í einu voru Snæfellingar komnir yfir og það átta stigum, með þessum sigri tryggði Snæfell sér í úrslitakeppnina. Núna þurfa liðin að raða sér í rétt sæti. Líklegt er að einhverjar breytingar verði þar á. Snæfellingar sýndu klærnar í síðustu tveimur leikjum og eru að fá menn úr meiðslum. Hamar er í góðri stöðu og einnig í úrslitakeppninni, það verður að segjast að úrslitakeppnin í 1. deild verður bráðskemmtileg eins og síðustu ár.

 

Látum okkur hlakka til

Það eru fjórir leikir eftir hjá liðunum og það styttist í úrslitakeppnina, við skulum láta okkur hlakka til. Mætum á völlinn og gerum úrslitakeppnina í 1. deild að skemmtun sem enginn vill missa af.

 

Tölfræði leiks