Martin Hermannsson er næst framlaghæsti leikmaður undankeppni heimsmeistaramótsins 2018, en hann hefur skilað 24.5 framlagsstigum að meðaltali í leik. Í efsta sætinu er leikmaður Grikklands, Ioannis Bourousis, með 25.7 að meðaltali í leik. Næsti leikmaður Íslands á listanum er Tryggvi Snær Hlinason í því áttunda, en hann hefur skilað 20.5 framlagsstigum að meðaltali í þeim tveimur leikjum sem hann hefur spilað.

 

Tryggvi Snær leiðir alla í vörðum skotum. Hefur varið 4.5 skot að meðaltali í þessum tveimur leikjum sem hann hefur spilað. Næstur fyrir neðan hann á listanum er leikmaður Svíþjóð, Nicholas Spires, með 3 að meðaltali í leik.

 

Martin Hermannsson er einnig í öðru sæti fyrir skoruð stig að meðaltali í leik með 25.5. Fyrir ofan hann er leikmaður Georgíu, Michael Dixon, með 27 stig að meðaltali í leik.

 

Þá er fyrirliði Íslands, Hlynur Bæringsson, fimmti frákastahæsti leikmaður mótsins til þessa, með 8.3 að meðaltali í leik. Í efsta sætinu er leikmaður Rúmeníu, Emanuel Cate, með 10 að meðaltali í leik.

 

Hérna er meira um tölfræðileiðtoga undankeppninnar