Ísland mætir Tékklandi í undankeppni HM 2019 á morgun. Leikurinn er sá fjórði í riðlakeppninni en Ísland vann síðasta leik sinn gegn Finnlandi síðasta föstudagskvöld. 

 

Leikurinn verður einnig síðasti landsleikur Loga Gunnarssonar fyrir Íslands hönd en hann hefur ákveðið að leggja landsliðsskónna á hilluna eftir þennan landsleikjaglugga. 

 

Martin Hermannsson sagði eftir sigurinn gegn Finnlandi síðasta föstudagskvöld að það væru fá orð til til að lýsa Loga Gunnarssyni fyrir þennan lokaleik. „Logi Gunnarsson að spila sinn síðasta leik í Höllinni, þarf að segja eitthvað meira?“ sagði Martin og bætti við:

 

„Þó þú hafir aldrei horft á körfubolta áður þá áttu bara að koma í Höllina og klappa fyrir þessum einstaka manni. Ég ætla að vera klappstýran hans Loga á sunnudaginn.“ 

 

Leikurinn fer fram í Laugardalshöll kl 16:00 á morgun. Búist er við hörku stemmningu og vonast eftir fullu húsi til að hjálpa strákunum að sækja sigur og kveðja Loga Gunnarsson. 

 

Miðasala er hafin á Tix.is.