Nýr þáttur af Podcasti Karfan.is er kominn í loftið. Þar ræðir Margrét Sturlaugsdóttir körfuknattleiksþjálfari um körfuboltauppeldið í Keflavík, fyrsta titilinn, gerir upp skrautlegt hálft ár sem þjálfari meistaraflokks og veikindi sín svo eitthvað sé nefnt. 

 

Podcastið má einnig nálgast á Podcast rás Karfan.is á ITunes.