Lykilleikmaður 20. umferðar Dominos deildar var leikmaður Hauka, Whitney Frazier. Í góðum sigri toppliðsins úr Hafnarfirði á Íslandsmeisturum Keflavíkur skoraði Frazier 25 stig, tók 17 fráköst, gaf 7 stoðsendingar, stal 3 boltum og varði 2 skot.

 

Aðrar tilnefndar voru leikmaður Vals, Aalyah Whitside, leikmaður Skallagríms, Carmen Tyson Thomas og leikmaður Breiðabliks, Ísabella Ósk Sigurðardóttir.