Lykilleikmaður 17. umferðar Dominos deildar karla var leikmaður Tindastóls, Pétur Rúnar Birgisson. Í góðum sigri hans manna á Keflavík skoraði Pétur 26 stig (5/8 í þristum), tók 8 fráköst, gaf 9 stoðsendingar og stal 4 boltum á þeim 32 mínútum sem hann spilaði.

 

Aðrir tilnefndir voru leikmaður Stjörnunnar, Darrell Combs, leikmaður Þórs, Ólafur Helgi Jónsson og leikmaður KR, Pavel Ermolinskij.