Lykilleikmaður 18. umferðar Dominos deildar var leikmaður Hauka, Paul Anthony Jones. Í góðum sigri toppliðsins úr Hafnarfirði á Íslandsmeisturum KR skoraði Jones 35 stig (72% skotnýting), tók 8 fráköst og stal einum bolta. Í heildina skilaði hann 37 framlagsstigum fyrir Hauka í leik sem var mikilvægur fyrir þá í baráttunni um efsta sæti deildarinnar.

 

Aðrir tilnefndir voru leikmaður Hattar, Bergþór Ægir Ríkharðsson, leikmaður Stjörnunnar, Tómas Þórður Hilmarsson og leikmaður Njarðvíkur, Terrell Vinson.