Lykilleikmaður 16. umferðar Dominos deildar karla var leikmaður Hauka, Kári Jónsson. Á  31 mínútu spilaðri í sigri liðsins á Tindastól skoraði Kári 33 stig, gaf 3 stoðsendingar, stal 4 boltum og fiskaði 9 villur. Í heildina var Kári með 30 framlagsstig fyrir leikinn.

 

Aðrir tilnefndir voru leikmaður Keflavíkur, Christian Jones, leikmaður Stjörnunnar, Tómas Þórður Hilmarsson og leikmaður Njarðvíkur, Terrell Vinson.