Lykilleikmaður 18. umferðar Dominos deildar kvenna var leikmaður Stjörnunnar, Danielle Rodriguez. Í naumum sigri Stjörnunnar á meisturum Keflavíkur skoraði Danielle 27 stig, tók 12 fráköst, gaf 10 stoðsendingar og stal 4 boltum á rúmum 37 mínútum spiluðum.

 

Aðrar tilnefndar voru leikmaður Hauka, Helena Sverrisdóttir, leikmaður Skallagríms, Carmen Tyson Thomas og leikmaður Snæfells, Kristen McCarthy.