Lykilleikmaður 19. umferðar Dominos deildar karla var leikmaður Keflavíkur, Christian Dion Jones. Á 39 mínútum spiluðum í sigri Keflavíkur á KR í Vesturbænum skoraði Jones 20 stig og tók 11 fráköst. Þá var hann með 100% nýtingu af vítalínunni, þar sem hann setti öll 6 skot sín niður.

 

Aðrir tilnefndir voru leikmaður Hauka, Haukur Óskarsson, leikmaður Grindavíkur, Ólafur Ólafsson og leikmaður Vals, Urald King.