Lykilleikmaður 21. umferðar Dominos deildar kvenna var leikmaður Keflavíkur, Brittanny Dinkins. Í sigri Keflavíkur á Njarðvík skilaði Dinkins laglegri þrennu. Skoraði 42 stig, tók 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar, við það bætti hún svo við 4 stolnum boltum.

 

Aðrar tilnefndar voru leikmaður Snæfells, Kristen McCarthy, leikmaður Vals, Aalyah Whiteside og leikmaður Hauka, Helena Sverrisdóttir.