Logi Gunnarsson spilar sinn síðasta landsleik á ferlinum næstkomandi sunnudag í Laugardalshöllinni þegar Ísland mætir Tékklandi í undankeppni heimsmeistaramótsins. 

 

Þegar Karfan.is ræddi við Loga í dag á blaðamannafundi fyrir landsleiki vikunnar var hann fullur eftirvæntingar. Hann sagði liðið vera tilbúið til að svara fyrir síðustu úrslit gegn Finnlandi og Tékklandi. 

 

Logi vonaðist til þess að sjá fullt hús á leikjunum og sagði hvergi jafn gaman að spila og í Laugardalshöllinni en þar mun Logi kveðja landsliðið á sunnudag. 

 

Miðasala er hafin á leikina en Karfan.is er í gjafastuði á Facebook og er að gefa miða.