"Ég mun leggja landsliðsskónna á hilluna núna eftir þessa tvo leiki í vikunni. Ég hef verið í liðinu í næstum átján ár samfleytt og alltaf gefið kost á mér þó svo það hafi stundum ekki farið vel í félagsliðin mín þegar ég var erlendis. Þetta er orðið langur tími og ég sáttur við að klára tvo leiki á heimavelli" segir Logi Gunnarsson fjórði leikjahæsti landsliðsmaður okkar frá upphafi í samtali við Vísir.is

 

Logi lék sinn fyrsta landsleik á móti Noregi 1. ágúst 2000. Landsliðsferill hans telur því átján og hálft ár. Leikirnir við Finnland og Tékkland í Laugardalshöllinni verða síðustu landsleikir kappans og verða þeir landsleikir númer 146 og 147 á ferlinum en hann er fjórði leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi. Aðeins þeir Guðmundur Bragason (169 leikir), Valur Ingimundarson ( 164 leikir) og Jón Kr Gíslason (158 leikir) hafa leikið fleiri landsliðsleiki. Óhætt að segja að ansi glæsilegum ferli sér þar með lokið hjá frábærum leikmanni. 

 

Ein af stærstu stundum Loga hlýtur að vera margfrægur þristur sem að hann setti gegn Tyrklandi á EM í Berlín 2015 þar sem kappinn jafnaði leikinn og sendi í framlengingu.  Sjá má myndbrot af því hér að neðan.