Á morgun kl. 16:00 mun Ísland mæta Tékklandi í fjórða leik undankeppni heimsmeistaramótsins 2019. Það sem af er hefur Ísland unnið einn leik en tapað tveimur, á meðan að Tékkland hefur unnið alla þrjá leiki sína.

 

Bæði spiluðu liðin síðasta föstudag. Ísland sigraði Finnland heima á meðan að Tékkland lagði Búlgaríu á útivelli. Stóra pósta vantaði í bæði liðin síðastliðinn föstudag. Hjá Íslandi var miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason fjarri góðu gamni, en vegna veðurs komst hann ekki í tæka tíð til landsins. Hjá Tékklandi vantaði bæði NBA leikmann þeirra Tomáš Satoranský (Washington Wizards), sem er útilokað að verði með á morgun og miðherjann Jan Veselý (Fenerbahçe) sem enn er talinn mögulegur með þeim á morgun.

 

Þar sem tékkneska liðið kemur ekki til landsins fyrr en 01:30 í nótt, verður tæknifundur leiksins ekki fyrr en í fyrramálið, en þá verður ljóst hvaða leikmenn það verða sem spila fyrir þeirra hönd.

 

Sé mið tekið af því hvaða leikmenn spiluðu fyrir liðið síðasta föstudag, er um að ræða 10 af 12 sömu leikmanna og voru í liði þeirra sem sigraði Ísland örugglega 89-69 í Pardubice í nóvember síðastliðnum. Í þeim leik má segja að aðeins einn maður, Martin Hermannsson, hafi verið að gera eitthvað af viti sóknarlega fyrir Ísland, en hann skoraði 29 stig á 54% skotnýtingu í leiknum og setti öll 15 vítaskot sín. 

 

Umfjöllun, myndir og viðtöl frá fyrri leik Íslands og Tékklands

 

Tapið þó óþarflega stórt og með smá lukku hefði það ekki þurft að vera það. Fyrir utan þriggja stiga línuna skilaði íslenska liðið 16% (4/24) skota sinna rétta leið á móti 41% (9/22) nýtingu heimamanna.

 

Fyrir Tékkland var það þeirra besti maður í þessari undankeppni, Jaromír Boha?ík (Nymburk), sem dróg vagninn. Skilaði 20 stigum (78% skotnýting), 5 fráköstum og 2 stoðsendingum. Hann er ásamt Ond?ej Balvín (Herbalife Gran Canaria) og  Blake Schilb (Real Betis Sevilla) einn af þrem framlagshæstu leikmönnum þeirra það sem af er keppni.

 

Í heildina eru í hóp þeirra níu leikmenn af tólf sem leika í efstu deild í Tékklandi, einn er í efstu deild í Póllandi og tveir í ACB deildinni á Spáni.

 

Líklegt lið Tékklands á morgun:

 

Nafn Staða Hæð Árgangur Félagslið
Patrik Auda pivot 206 1989 Rosa Radom (POL)
Ond?ej Balvín pivot 217 1992 Herbalife Gran Canaria (ESP)
Jaromír Boha?ík wing 197 1992 ?EZ Basketball Nymburk
Vojtech Hruban wing 202 1989 ?EZ Basketball Nymburk
Martin K?íž pivot 200 1993 ?EZ Basketball Nymburk
Michal Mareš wing 193 1992 USK Praha
Martin Peterka pivot 205 1995 ?EZ Basketball Nymburk
Viktor P?lpán player