Í Hólminum mættust Snæfell og Stjarnan í mikilvægum leik fyrir bæði lið. Með sigri haldaheimakonur 

sér í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni en með tapi er nánast hægt að kveðja vonir um sæti í úrslitakeppninni. 

 

 

Þegar á reynir 

 

 

Snæfell byrjaði leikinn frábærlega með þær Berglindi og Kristen fremstar í flokki. Það sást langarleiðir að aðeins eitt lið 

var tilbúið í hörku og hraðan leik. Stjörnustelpur virtust ekki hafa neinn áhuga á því að koma í Hólminn á laugardegi (þó svo það sé Þorrablót í kvöld). 

Snæfell valtaði yfir Stjörnunaí 1. leikhluta og í raun kláruðu þær dæmið þar með áræðni.

 

Lið

Snæfell mætti sem lið og voru allar leggja til vinnu. Varnarvinnan var einnig eins og góðu liði sæmir. 

Hólmarar sýndu það að þær eru með frábært lið og á góðum degi geta þær verið topplið.

 

Taktlaust

Stjörnusteplur voru taktlausar með meiru og var þeirra lang besti leikmaður Daniella, nánast sú eina

sem var með lífsmarki. Jenný Harðardóttir kom með kafla í skori og kafla í vörn eins og henni væri

ekki sama. Öðrum virtist vera sama hvernig leikurinn færi. Varnarlega reyndi Pétur að breyta aðeins

til í 3. leikhluta og skellti í svæðisvörn sem gaf Snæfell nokkuð opin skot sem geiguðu á kafla. 

Stjarnan fékk á þeim kafla smá von sem þær svo misstu þegar Hólmarar fundu fjölina sína. 

 

Munurinn

Erlendir leikmenn liðanna voru frábærir eins og svo oft áður, munurinn á þeim var að Kristen tapaði

engum bolta á meðan Danielle tapar 7 boltum. Stjarnan vinnur frákastabaráttuna og Snæfell hittir

45% víta sinna og verður það að teljast nokkuð óvænt að lið sem tapar þessum mikilvægu

tölfræðiflokkum vinni leik með jafn miklum yfirburðum. 

 

Punktar

• Snæfell vann leikinn 83 – 64 og voru mest 24 stigum yfir
• Stjarnan tók 17 sóknarfráköst
• Kristen vantaði tvo stolna og tvær stoðsendingar í fjórfalda tvennu
• Danielle var með 11 fiskaðar villur
• Snæfell skorar 20 stig úr hraðaupphlaupum á móti 2 frá Stjörnunni

 

Tölfræði leiksins

Myndasafn (Sumarliði Ásgeirsson)

 

Umfjöllun / Gunnlaugur Smárason