Fjögur mikilvæg stig eru á ferðinni í Domino´s-deild karla í kvöld. KR tekur á móti Keflavík kl. 20:00 í DHL-Höllinni og Njarðvík tekur á móti Haukum kl. 19:15 í Ljónagryfjunni. Liðsmenn Lengjunnar hafa lýst sinni skoðun fyrir kvöldið.

 

Stuðullinn á Njarðvíkursigur í kvöld er 1,95 gegn 1,45 hjá Haukum og ljóst að Lengjan metur heimamenn í Ljónagryfjunni ólíklegri með örlitlum mun þrátt fyrir burst Hauka í fyrri deildarviðureign liðanna.

 

Þá ber mun meira í milli hjá KR og Keflavík þar sem KR sigur fær 1,05 í stuðul en Keflavíkursigur 3,6. Hvort liðsmenn Lengjunnar hafi rétt fyrir sér kemur í ljós í kvöld.