Ísland mætir Finnlandi í undankeppni Heimsmeistaramótsins í kvöld. Leikurinn fer fram í Laugardalshöll í kvöld kl 19:45 en hann er í þriðju umferð undankeppninnar.
Finnska landsliðið er mætt til landsins og æfði saman í gær. Fjórtán leikmenn ferðuðust til landsins með liðinu en meirihluti þeirra kemur úr finnsku úrvalsdeildinni sem er ansi sterk.
Það vantar nokkra af sterkustu leikmönnum Finnlands í hópinn en þeirra skærasta stjarna Lauri Markkanen spilar eins og flestir vita í NBA deildinni og getur því fyrir vikið ekki tekið þátt í verkefninu. Þeir Petteri Koponen leikmaður Barcelona og Sasu Salin leikmaður Unicaja fengu ekki leyfi frá sínum félögum til þess að vera með í þessum leik.
Leikurinn hefst kl 19:45 og er miðasala hafin hér.
Fjórtán manna landsliðshóp Finnlands fyrir leikinn gegn Íslandi má finna hér að neðan:
3 |
Antti Kanervo |
192 |
04/12/1989 |
Helsinki Seagulls (FIN) |
4 |
Mikko Koivisto |
194 |
04/18/1987 |
Salon Vilpas (FIN) |
7 |
Shawn Huff |
198 |
05/05/1984 |
Fraport Skyliners (ÞÝS) |
10 |
Tuukka Kotti |
205 |
03/18/1981 |
Helsinki Seagulls (FIN) |
12 |
Matti Nutty |
200 |
06/05/1990 |
BCM U Pitesti (RÚM) |
14 |
Roope Ahonen |
187 |
06/12/1990 |
CB Ourense (SPÁ) |
16 |
Anton Odabasi |
206 |
08/08/1995 |
Trabzonspor (TYR) |
19 |
Elias Always |
198 |
11/06/1999 |
HBA-Märsky, Helsinki (FIN) |
20 |
Alexander Madsen |
207 |
01/20/1995 |
USK Praha (TÉK) |
22 |
Carl Lindbom |
206 |
10.11.1991 |
KK Osijek (KRÓ) |
25 |
Juho Nenonen |
202 |
09/12/1987 |
Salon Vilpas (FIN) |
31 |
Jamar Wilson |
185 |
02/22/1984 |
Nanterre-92 (FRA) |
33 |
Erik Murphy |
208 |
23.10.1990 |
Án félags |
35 |
Ilari Seppålå |
188 |
27/03/1993 |
Kataja Basket, Joensuu (FIN) |