Ísland mætir Tékklandi í undankeppni HM 2019 í dag. Leikurinn er sá fjórði í riðlakeppninni en Ísland vann síðasta leik sinn gegn Finnlandi síðasta föstudagskvöld. 

 

KKÍ tilkynnti í gær 12 manna leikmannahóp fyrir leikinn gegn Tékklandi. Hópurinn er óbreyttur frá leiknum gegn Finnlandi en Tryggvi Snær Hlinason er kominn til landsins og verður með. 

 

Leikurinn verður einnig síðasti landsleikur Loga Gunnarssonar fyrir Íslands hönd en hann hefur ákveðið að leggja landsliðsskónna á hilluna eftir þennan landsleikjaglugga. 

 

Ísland mætti Tékklandi í fyrsta leik undankeppninnar þar sem Ísland tapaði með tuttugu stigum 89-69 í Pardubice, heimavelli Tékka. Það gekk lítið upp hjá Íslenska liðinu í þeim leik en ljóst er að ekkert verður gefið eftir í þessum leik. 

 

Sigur þýðir að Ísland spyrnir sér frá botn sætinu í bili að minnsta kosti. Eitt lið fellur niður í B-deild undankeppninnar og því gríðarlega mikilvægt að ná efstu þremur sætum riðilsins. Sigurinn gegn Finnlandi á föstudaginn gefur íslenska liðinu fínan séns og mikilvægt að taka stemmninguna úr þeim leik í þennan mikilvæga leik.

 

Leikurinn fer fram í Laugardalshöll kl 16:00 á morgun. Búist er við hörku stemmningu og vonast eftir fullu húsi til að hjálpa strákunum að sækja sigur og kveðja Loga Gunnarsson. 

 

Hægt er að lesa meira um lið Tékka hér. Leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV en mikilvægt er að fylla höllina og styðja strákana til sigurs.