Þjálfari 1. deildar liðs Breiðabliks, Lárus Jónsson, hefur verið leystur frá störfum. Lárus hafði þjálfað liðið frá upphafi síðustu leiktíðar, þar sem hann fór með liðið í oddaleik um sæti í Dominos deildinni í úrslitakeppni fyrstu deildarinnar.

 

Þetta tímabilið skilur hann við liðið í 2.-3. sæti deildarinnar. Þá hafði hann einnig þjálfað unglingaflokk félagsins, sem meðal annars vann bikarmeistaratitilinn í upphafi árs.

 

Samkvæmt félginu verður gengið frá ráðningu nýs þjálfara eins fljótt og auðið er, en þangað til mun erlendur leikmaður þeirra Chris Woods stýra liðinu. Næsti leikur liðsins er gegn ÍA á Akranesi 2. mars næstkomandi.