1. deildarlið Breiðabliks sagði á dögunum upp þjálfara sínum, Lárusi Jónssyni. Lárus var á sínu öðru tímabili hjá félaginu, en við honum tekur annar tveggja erlendra leikmanna liðsins, Chris Woods. 

 

Árangur Lárusar þó ekki alslæmur þann tíma sem hann þjálfaði liðið. Í fyrra fóru þeir í oddaleik úrslita 1. deildarinnar, þar sem þeir töpuðu fyrir Val. Þetta árið er liðið í 2.-3. sæti deildarinnar ásamt Vestra. Þá höfðu þeir einnig farið í undanúrslit bikarkeppninnar, þar sem þeir töpuðu fyrir KR og unnið hana í unglingaflokki.

 

Karfan spjallaði við Lárus degi eftir að ljóst var að hann myndi ekki þjálfa liðið áfram.

 

 

 

Veistu eitthvað af hverju þér var sagt upp?

 

"Árangur liðsins rímaði ekki við væntingar stjórnar"

 

 

Hvaða góðu hluti tekur þú með þér úr starfinu fyrir Breiðablik?

 

"Það besta er að hafa séð strákana bæta sig sem leikmenn og draga vagninn í vetur þrátt fyrir ungan aldur. Sömu guttarnir og urðu bikarmeistarar í unglingaflokki komu liðinu í undanúrslit í bikar og fengu að máta sig gegn stórliði KR. Auðvitað eru þjálfarar dæmdir af árangri en það skemmtilegasta við starfið er að sjá leikmenn dafna og liðið verða betra"

 

 

Hvert sérð þú liðið fara á næsta ári/árum?

 

"Eftir bikarævintýrið í janúar voru gerðar við töluverðar breytingar á liðinu til þess að gera það klárt fyrir lokátökin. Í kjölfarið gengum við í gegnum "mini" undirbúningstímabil í lok janúar og byrjun febrúar. Mér fannst vera kominn ákveðinn stöðugleiki í liðið og menn farnir að þekkja sín hlutverk og því hef ég fulla trú á að strákarnir eigi eftir að klára úrslitakeppnina og spila í Dominos deildinni næsta vetur

 

"Það er allt hægt með stöðugleika og mikilli vinnu. Nú þegar er unnið mjög gott starf í yngriflokkum félagsins og mér finnst Breiðablik hafa alla burði til að festa sig í sessi sem eitt af topp liðum landsins"

 

 

Veistu hvað þú munt taka þér fyrir hendur?

 

"Ætli það dæmist ekki á mig að sjá um að svæfa og elda kvöldmatinn næstu vikurnar…

"…já og svo ætla ég að kíkja í Höllina í kvöld og kveðja Loga Gunn"